Eignaskrá

fasteign.is kynnir:ANDVARAVELLIR 4 - 13 HESTA HÚSMJÖG GOTT OG MIKIÐ ENDURNÝJAÐ VEL SKIPULAGT HESTHÚS MEÐ ALLT SÉR. 


Staðsett á athafnasvæði hestamannafélagsins Spretts. Um er að ræða 81,1 fm 13 hesta hús í tveggja húsa einingu .

Sér gerði 96 fm fylgir húsinu ásamt aukagerði við enda hússins og sér taðþró. Húsið var mjög mikið endurnýjað 2012/2013, þ.e allir innviðir, milligerði í hestrými, klæðningar, rafmagn, vatn, innréttingar gólfefni og fl. Skipting er þannig að um er að ræða 6 tveggja hesta stíur og eina eins hesta stíu og er góður gangur á milli þeirra.

Hlaða með góðri hurð og góð hnakkageymsla með flísalögðu gólfi. 

Á efri hæðinni sem er ekki að fullu skráð, er mjög smekkleg og nýstandsett rúmgóð kaffistofa með parketi og góðri innréttingu.  Þar við hliðina er góð snyrting. Góðar stéttar eru meðfram húsinu og er nýlega búið að helluleggja við inngang og setja nýja rotþró við húsið. Sjá hér myndband um aðstöðu hestamannafélagsins Spretts:

https://www.youtube.com/watch?v=IPT-1r7H8JA&feature=youtu.beAllar nánari upplýsingar veitir Ólafur B Blöndal, hjá fasteign.is   s. 6-900-811 eða olafur@fasteign.is 

Halla Unnur Helgadóttir, Viðskiptafræðingur / Löggiltur fasteignasali.    halla@fasteign.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan fasteign.is bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Suðurlandsbraut 18 | 108 Reykjavík | Sími: 6-900-811 | Fax: 6-900-811 |  
Keyrir á WebEd frá Hugsandi Mönnum