Eignaskrá

fasteign.is kynnir:

Ólafur B Blöndal lgf hjá fasteignasölunni fasteign.is kynnir:B-Tröð nr. 10. 

Mjög gott 12 hesta hús fyrir miðju með stóru sérgerði. 

Húsið er 76 fm að grunnfleti ásamt kaffistofu sem ekki er skráð inni í fm. 

Hitaveita er í húsinu og lokað frostfrítt hringrásar frostlögshitakerfi .  

Mjög góð lofthæð er í húsinu og kemur góð birta um þakglugga sem eru eftir endilöngum mæninum. 

6x 2ja hesta stíur eru í húsinu með ryðfríum prófílum og viðarklæðningu í milligerðum og stíuhliðum. 

Rúmur gangur er í húsinu þannig að járningaaðstaða og önnur inniaðstaða fyrir hesta og menn er mjög rúmgóð. 

Góð hnakkageymsla. Hlaða með góðri lofthæð.Snyrting á neðri hæð og léttur stigi upp í plássgóða kaffistofu með gluggum á tvo vegu yfir hesthúsið. Ástand hússins er mjög gott utan sem innan. 

LAUST TIL AFHENDINGAR VIÐ UNDIRRITUN KAUPSAMNINGS. Allar nánari upplýsingar gefur Ólafur B Blöndal, löggiltur fasteignasali hjá fasteign.is    olafur@fasteign.is   s. 6-900-811 og 5-900-800

Suðurlandsbraut 18 | 108 Reykjavík | Sími: 5-900-800 | Fax: 5-900-809 |  
Keyrir á WebEd frá Hugsandi Mönnum