Eignaskrá

fasteign.is kynnir:

-------------------ÞESSI EIGN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI----------HEIL HÚSEIGN MEÐ ÞREMUR SAMÞYKKTUM ÍBÚÐUM OG TVEIMUR BÍLSKÚRUM.(ALLS 18 ÚTLEIGUHERBERGI ) 

MJÖG GÓÐAR LEIGTEKJUR ERU AF HÚSINU Í DAG EN ÞAР ER STAÐSETT Á SVÆÐI ÞAR SEM LEYFÐ ER GISTING Í FLOKKI II. 


https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/usk_veiting_gistist_adalsk.pdf

HÚSIÐ ER Í DAG Í ÚTLEIGU Í EINU LAGI TIL FÉLAGS SEM LEIGIR ÞAÐ ÁFRAM HERBERGI FYRIR HERBERGI. 

NÁNARI LÝSING:Kjallaraíbúð:  Hlutfallstala í heild hússins 21,35%

Brúttó 70,9 fm 3ja herbergja búð með sérinngangi.  Íbúðin er 59,4 fm ásamt tveimur geymslum, 4,2 fm í kjallra og 7,3 fm undir útitröppum

Hol með flísum. Eldhús með nýlegri hvítri innréttingu, flísar á gólfi. Eldhúsið er ekki staðsett samkvæmt teikningu. 

Þrjú herbergi með pl.parketi og lítil setustofa.  Eitt af herbergjum gæti verið viðbót við stofuna. 

Þvottahús, sameiginlegt með efri hæðum.  Geymsla þar við hlið. 

Baðherbergið er flísalagt og með sturtu. Miðhæðin:   Hlutfallstala í heild hússins 46,22%

Brúttó 145,4 fm sérhæð með sérinngangi þar af 30 fm bílskúr með aðkomu frá Auðarstræti. Íbúðin er 90,5 fm ásamt 4,4 fm sérgeymslu í kjallara. 

Forstofa með flísum á gólfi. 

Innangengt úr holi niður í kjallarann. 

Stórt hol í miðju íbúðar þaðan sem gengið er í allar vistarverur íbúðarinnar. 

Baðherbergi flíslalagt, sturta og gluggi. 

Fimm herbergi eru í íbúðinni  en hluti þeirra var áður stofa. 

Eldhúsrými er án innréttingar eða tækja. Efri hæð og ris:   Hlutfallstala í heild hússins  49,26%

Brúttó 175,4 fm efri sérhæð og ris .  Þar af  30 fm bílskúr með aðkomu frá Snorrabraut. Bílskúrinn er innréttaður með tveimur góðum herbergjum sem eru í útleigu. 

Íbúðin er 131,9 fm alls sem skiptist þannig að hæðin er 94,3 fm og risið 37,6 fm. ásamt 7,4 fm geymslu í kjallara. 

Sérinngangur..

Góður stigi upp í íbúðina. 

Stórt hol þaðan sem gengið er í allar vistarverur íbúðarinnar. 

Alls fimm herbergi í íbúðinni en hluti þeirra var áður stofa.

Baðherbergi flísalagt, sturta og gluggi. 

Gert er ráð fyrir eldhúsi en vantar innréttingu og tæki. 

Suðursvalir. Risið:

Hringstigi upp. 

Baðherbergi með sturtu. 

Þrjú góð herbergi

Svalir til suðurs. Bílskúrar: 

Bílskúrinn sem fylgir efri sérhæðinni er í dag innréttaður sem tvö góð útleiguherbergi. 

Bílskúrinn sem fylgir miðhæðinni er nýttur sem geymslurými. Mjög gott ástand, mikið standsettur. Allar nánari upplýsingar gefur Ólafur B Blöndal, löggiltur fasteignasali hjá fasteign.is    olafur@fasteign.is   S. 6-900-811 og 5-900-800

 

Suðurlandsbraut 18 | 108 Reykjavík | Sími: 5-900-800 | Fax: 5-900-809 |  
Keyrir á WebEd frá Hugsandi Mönnum