Eignaskrá
  • Tegund: Raðhús
  • Stærð: 253fm
  • Herbergi: 6
  • Stofur: 2
  • Svefnherbergi: 4
  • Baðherbergi: 2
  • Inngangur: Sér
  • Byggingaár: 2008
  • Lyfta: Nei
  • Fasteignamat: 54.350.000
  • Brunabótamat: 0
  • Áhvílandi: 0

fasteign.is kynnir:

Um er að ræða 214,9 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 38,8 fm innbyggðum bílskúr við Laxatungu 58 í Mosfellsbæ.Lýsing eignar : Neðri hæð : Komið er í anddyri með flísum og steinteppi á gólfi. Rúmgott hol með flísum og steinteppi. Þrjú svefnherbergi með plastparketi á gólfi. Miklar rakaskemmdir eru í einu herberginu. Baðherbergi með flísum á gólfi, sturtuklefa og innréttingu. Þvottahús með sérinngangi á baklóð. Stór Bílskúr. Stigi á efri hæð með steinteppi.Efri hæð: Stofa með plastparketi á gólfi, hurð út á svalir. Eldhúsið er ekki fullklárað, gólfefni vantar og eldhúsinnrétting er léleg. Tvö svefnherbergi með plastparketi á gólfi. Innaf einu þeirra er fataskápur. Baðherbergi með mjög lélegu hornbaðkari og sturtu. Steinteppi og físar. Baðherbergi þarfnast viðhalds. Lóð er ófrágengin. Rennur vantar að hluta og skoða þarf þak. Yfirfara þarf ofna- og neysluvatnslagnir. Rafmagn þarf að yfirfara. Eignin er skráð á byggingarstig 6.ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

Suðurlandsbraut 18 | 108 Reykjavík | Sími: 5-900-800 | Fax: 5-900-809 |  
Keyrir á WebEd frá Hugsandi Mönnum