Eignaskrá

fasteign.is kynnir:

ÞESSI EIGN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI. FANNAHVARF 4 - SÉRINNGANGUR / SÓLPALLUR
Mjög vel skipulögð og falleg 3ja herbergja 88,7 fm íbúð á neðri hæð (beint inn) í tveggja hæða litlu fjölbýli sem er frábærlega staðsett ofarlega í botnlanga. 

Sérinngangur og sérgarður til suðurs með sólpalli og skjólgirðingu.

Sérbílastæði við inngang. 

Stutt í skóla og leikskóla án þess að þurfa að fara yfir umferðargötu. 

Fallegar náttúruperlur í örstuttu göngufæri, m.a. Ellliðavatnið, Heiðmörkin og fl. Húsið er viðhaldslétt að utan með ljósri steiningu og samkvæmt yfirlýsingu húsfélags þá eru engar fyrirhugaðar framkvæmdir á döfinni. 

Húsgjald er kr. 12,800,Nánari lýsing eignar: 

Sérinngangur. Forstofa með flísum og eikarfataskápum. 

Hol með parketi. 

Rúmgott baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, sturta, innrétting og handklæðaofn. Hiti í gólfi. 

Rúmgott þvottahús og mjög plássgóð geymsla þar við hliðina með flísum á gólfi sem nýtist auðveldlega sem vinnuherbergi. 

Stofan er bjort og góð með parketi og útgengi á hellulagðan sólpall til suðurs. 

Eldhúsið er opið yfir í stofuna með parketi, eikarinnréttingu, góðum tækjum og færanlegri eyju. 

Svefnálma með parketi á gangi. 

Hjónaherbergi með parketi og eikarskápum. 

Barnaherbergi er rúmgott með parketi og skápum. Gólfefni er vandað eikarplankaparket á flestum rýmum. Nánari upplýsingar veitir:

Ólafur B Blöndal s.6900-811 / olafur@fasteign.is

Skrifstofa / s.5-900-800 / fasteign@fasteign.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan fasteign.is bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 

Suðurlandsbraut 18 | 108 Reykjavík | Sími: 5-900-800 | Fax: 5-900-809 |  
Keyrir á WebEd frá Hugsandi Mönnum