Eignaskrá

fasteign.is kynnir:

OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAGINN 22. JAN. 2019

 

HJALLAVEGUR 29  - SÉRHÆÐ OG RIS- LAUSSTRAX!
Um er að ræða 4ra herbergja alls 108,9 fm sérhæð í tvíbýli ásamt sérgeymslu og saml. þvottahúsi í kjallara.Hæðin er 67 fm, risið 38,5 fm og geymsla í kjallara 3,2 fm. Bílskúrsréttur fylgir íbúðinni, þó háð samþykki byggingaryfirvalda. 

Nánari lýsing:

Hæðin:

Sérinngangur. 

Forstofa með flísum. 

Hol með parketi. 

Stofa og borðstofa, rúmgóðar með gluggum á þrjá vegu. 

Rúmgott hjónaherbergi með parketi. 

Snyrting með dúk á gólfi, málaðir veggir, gluggi. 

Eldhúsið er með ljósri viðarinnréttingu, parket á gólfi. Risið: 

Teppalagður stigi upp. 

Stigapallur með parketi.

Tvö mjög rúmgóð herbergi með plastparketi og góðum gluggum. 

Baðherbergi með máluðum veggjum, dúkur á gólfi, baðkar og gluggi. 

Miklar súðargeymslur eru í risinu. Innangengt er á jarðhæðina af hæðinni og er þar sérgeymsla og saml. þvottahús.Komið er að endurnýjun/viðhaldi á m.a. þaki,steypu,gluggum og gleri .Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur B Blöndal, 

olafur@fasteign.is eða í síma 6900811 

Suðurlandsbraut 18 | 108 Reykjavík | Sími: 6-900-811 | Fax: 6-900-811 |  
Keyrir á WebEd frá Hugsandi Mönnum