Eignaskrá
  • Tegund: Fjölbýli
  • Stærð: 184fm
  • Herbergi: 6
  • Stofur: 2
  • Svefnherbergi: 4
  • Baðherbergi: 2
  • Inngangur: Sameiginlegur
  • Byggingaár: 2016
  • Lyfta:
  • Fasteignamat: 74.200.000
  • Brunabótamat: 70.730.000
  • Áhvílandi: 0

fasteign.is kynnir:

Fasteign.is kynnir: Stórglæsileg 6 herbergja íbúð með stórum stofum og rúmgóðum herbergjum, 2 baðherbergi, 2 stæði í bílageymslu. Mikið skápapláss og þrennar svalir. Íbúðin er skráð 184 fm, þar af er geymsla í kjallara 16,8 fm. Húsið er viðhaldslétt og heilklætt með lituðu báruáli. Skipulag er eftirfarandi: Á neðri hæð er forstofa, þvottahús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, borðstofa og stofur. Á efri hæð er opið rými, fata-/geymsluherbergi og baðherbergi. Á gólfum er vandað harðparket frá Parka og flísar í votrýmum. Innréttingar er annað hvort dökkgráar eða með eikaráferð (Gladstone oak), sérlega sterkt yfirborð. Innihurðir eru hvítar. Hluti veggja í stofu og á gangi hefur verið meðhöndlaður með gráum marmarasalla sem gefa rýmunum einstakt útlit. Hafðu samband við Ólaf til að bóka skoðun, olafur@fasteign.is eða í síma 690-0811 <"https://my.matterport.com/show/?m=c72RwMPEos1">Hér getur þú skoðað eignina í þrívídd – SMELLTU HÉR</a>NÁNARI LÝSING:

Neðri hæð; 

Forstofa: Komið er inn í forstofu sem opin er við gang. Úr forstofu er gengið upp á efri hæð og í þvottahús.

Þvottahús: Skolvaskur, flísar á gólfi.

Gangur: Af gangi er á aðra hönd aðkoma að stofurýmum og eldhúsi og hina að svefnálmu. Góður forstofuskápur er á gangingum og liggur hann að forstofunni.

Hjónaherbergi: Mjög stórt, bjart og rúmgott, með stórum skápum.

Herbergi #2: Rúmgott og með skápum. Undir súð og með þakglugga.

Herbergi #3: Rúmgott og með góðu skápaplássi. Útsýni til Esjunnar úr glugga.

Baðherbergi #1: Vaskur á innréttingu, vegghengt salerni, spegill og skápur fyrir ofan vask og stór sturta.

Eldhús: Er staðsett í alrými og liggja borðstofa og stofur í kring. Stór eldaeyja með góðum skápum, hangandi vifta og g.r.f. tvöföldum ísskáp í innréttingu. Kryddskápur á vegg.

Borðstofa: Liggur að eldhús og er samliggjandi stofum. 

Stofur: Stofur eru samliggjandi í kringum eldhús og skiptast annars vegar í stofu og hins vegar í sjónvarpsrými (núverandi nýting). Úr stofum er útgengt á tvennar svalir, aðrar til austurs og hinar til suðurs og út í garð. Hægt væri að stúka af rými í stofu til að útbúa aukaherbergi (herbergi#5).

Efri hæð:

Opið rými/herbergi #4: Útgengt á stórar svalir sem bjóða upp á ýmsa nýtingu, m.a. möguleiki á að byggja yfir þær að hluta eða heild, setja upp gróðurhús, vinnustofu málarans o.fl.

Fata-/geymsluherbergi: Með opnum skápum.

Baðherbergi #2: Vaskur í innréttingu, spegill og skápur fyrir ofan vask, vegghengt salerni og sturta.

Sameign:

Geymsla: Mjög stór geymsla er í sameign.

Bílastæði: Tvö sérmerkt bílastæði í bílastæðahúsi fylgja eigninni, þau eru samliggjandi og sérstaklega vel staðsett rétt við inngang í stigahús.Forsendur söluyfirlits: 

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

 

Suðurlandsbraut 18 | 108 Reykjavík | Sími: 5-900-800 | Fax: 5-900-809 |  
Keyrir á WebEd frá Hugsandi Mönnum