Eignaskrá

fasteign.is kynnir:

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN. 

MELGERÐI 39  KÓPAVOGI - EFRI SÉRHÆÐ ÁSAMT BÍLSKÚR ALLS 157,5 FM. 


Um er að ræða mjög fallega mikið endurnýjaða bjarta efri sérhæð í þríbýli ásamt bílskúr. 

Brúttó stærð íbúðar er 136,2 fm ásamt 21,3 fm bílskúr sem staðsettur er nær húsinu.Nánari lýsing. 

Sérinngangur. Forstofa með innangengt í kjallarann þar sem er 9,2 fm sérgeymsla. Bjartur teppalagður stigi upp á parkelagðan stigapall. 

Nýlega útbúið rúmgott þvottahús á stigapalli með góðri hvítri innréttingu. (Var áður gesta wc. en var stækkað og breytt í þvottarými). 

Rúmgott hol þaðan sem gengið er í allar vistarverur íbúðarinnar, parket og góðir fataskápar. 

Eldhúsið er mjög rúmgott og bjart og allt endurnýjað á mjög smekklegan hátt, ný hvítlökkuð innrétting, ný tæki. Svargráar vinylflísar á gólfum, innbyggð tæki, ísskápur, uppþvottavél og örbylgjuofn, Borðaðstaða og gluggar á tvo vegu. 

Stofan er rúmgóð og björt með borðstofu og góðri setustofu ásamt sjónvarpsrými innaf sem auðvelt væri að breyta í 3ja barnaherbergið. Parket á stofum og gluggar á tvo vegu. 

Frá stofunni er útgengt á plássgóðar tvískiptar yfirbyggðar svalir, stórar rennihurðir og flísar á gólfum.  Mjög fallegt útsýni er til suðurs og vesturs yfir sjóinn og víðar. 

Svefnherbergisálman er með parketi á gangi. Tvö barnaherbergi með parketi og fataskápum. Hjónaherbergið er einnig með parketi og skápum, gluggar til suðurs. 

Baðherbergið er með góðri innréttingu, sturtuklefa og glugga. 

Bílskúrinn er upphitaður, rennandi vatn og með hurð út í garðinn. Almennt um endurnýjun/viðgerðir síðustu  5 ára  að sögn eigenda:

Rafmagn íbúðar ídregið, rofar, tenglar og tafla endurnýjað. Búið að skipta út ofnum íbúðarinnar. Nýlegt eldhús.. Gluggar og gler yfirfarið. Lagnir undi húsi myndaðar og í lagi. 

Húsið er klætt á allar hliðar með steniplötum og er því viðhaldslétt.  Allar nánari upplýsingar um viðhald s.l. 10 ár veitir sölumaður.Nánari upplýsingar veitir:

Ólafur B Blöndal s.6-900-811 / olafur@fasteign.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan fasteign.is bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.Halla Unnur Helgadóttir, viðsk.fr. Löggiltur fasteignasali   halla@fasteign.is  

Suðurlandsbraut 18 | 108 Reykjavík | Sími: 6-900-811 | Fax: 6-900-811 |  
Keyrir á WebEd frá Hugsandi Mönnum