Eignaskrá

fasteign.is kynnir:----------ÞESSI EIGN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN---------LAUGATEIGUR 32 - GLÆSILEG MJÖG MIKIÐ ENDURNÝJUÐ 2JA HERB. ÍBÚÐ Í KJALLARA Í ÞRÍBÝLI. Um er að ræða íbúð með sérinngangi sem var gagngert endurnýjuð árið 2015. Íbúðin er skráð 66,5 fm brúttó og er þar af geymsla á gangi í forstofu 6,2 fm. Nánari lýsing. 

Forstofa mjög rúmgóð með flísum á gólfi og miklum nýlegum skápum sem fylgja þessari íbúð ásamt sérgeymslu. (umgengnisréttur miðhæðar um forstofu vegna geymslu sem fylgir þeirri íbúð). 

Hol/gangur með parketi. 

Eldhúsið er rúmgott með nýlegri svartri fallegri innréttingu, góð tæki, parket og borðaðstaða. Góður gluggi til suðurs út í garðinn. 

Svefnherbergi er mjög rúmgott með parketi og lausum skáp. 

Stofan er rúmgóð og björt með parketi og góðum gluggum til suðurs og austurs út í garðinn. 

Baðherbergið er rúmgott, filteraðir og lakkaðir veggir og flísar á gólfi. Plássgóð sturta. Rými innaf með salerni og þvottaaðstöðu. Gólfefni er ljóst parket á aðalrýmum, flísar á forstofu og baðherbergi.Garðurinn er sameiginlegur með jarðhæð og risi. Miklir sólpallar og girðingar, allt endurnýjað ásamt plássgóðum saml. geymsluskúr undir garðáhöld, reiðhjól og þ.h. Mjög fallegur trjágróður og berjarunnar. Afgirt grillaðstaða með skjólveggjum.Að sögn eigenda eru hafa s.l. ár átt sér stað eftirtaldar endurnýjanir á sameign árið 2016:

Skolplagnir innan og utanhúss. Drenlagnir endurnýjaðar. Hellulögn endurnýjuð og hiti að hluta í stéttum. Timburpallar og grindverk. Geymsluskúr. Öll málning hreinsuð af húsinu og það filterað. Húsið endurmálað. Allt gler og glerlistar á jarðhæð og miðhæð endurnýjað. Aðaltafla rafmagns endurnýjuð. Hitalagnir. 

 

Endurnýjun íbúðar að innan framkvæmt árið 2015:

Allar innréttingar. Gólfefni, Tæki í eldhúsi og á baði. Hurðir. Raflagnir, gler, glerlistar, neysluvatnslagnir og fl. ATH. ÍBÚÐIN ER Í LEIGU OG ER LAUS TIL AFHENDINGAR 1. SEPT. 2020L.   KAUPANDI GETUR YFIRTEKIÐ LEIGUTEKJUR VIÐ KAUPSAMNING KR. 190,000 PR. MÁNUÐ. Nánari upplýsingar veitir:

Ólafur B Blöndal sölustj.  s.6-900-811 / olafur@fasteign.is

Halla Unnur Helgadóttir, viðsk.fr. Löggiltur fasteignasali  Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan fasteign.is bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 

Suðurlandsbraut 18 | 108 Reykjavík | Sími: 6-900-811 | Fax: 6-900-811 |  
Keyrir á WebEd frá Hugsandi Mönnum